sudurnes.net
Amarosis endaði í þriðja sæti - Local Sudurnes
Skipting atkvæða úr símakosningu í Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt atkvæðum dómnefndar á úrslitakvöldinu hefur verið opinberuð og samkvæmt þeim tölum endaði lag Amarosis- systkinina, Más Gunnarssonar og Ísoldar Wilberg í þriðja sæti. Úrslitakeppni Söngvakeppninnar er tvískipt. Í fyrri hlutanum vega atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar helming á móti símakosningualmennings. Tvö stigahæstu lögin komast áfram í einvígi og eru flutt aftur. Þá hefst önnur símakosningá meðal almennings en atkvæði dómefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgja þó báðum lögunum í einvígið. Niðurstaða fyrri símakosningar í úrslitum 12. mars 1.Reykjavíkurdætur -Turn This around: 26.320 atkvæði2.Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól: 24.083 atkvæði3.Amarosis -Don’t you know: 12.506 atkvæði4.Stefán Óli -Ljósið: 9.126 atkvæði5.Þaðan af -Katla: 5.972 atkvæði Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjöaðilum, hafði 50% vægi á móti atkvæðum almennings úr fyrri símakosningunni. Niðurstaða dómnefndar í úrslitum 12. mars 1.Reykjavíkurdætur -Turn This around: 19.437 atkvæði2.Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól: 18.141 atkvæði3.Þaðan af -Katla: 15.031 atkvæði4.Stefán Óli -Ljósið: 13.476 atkvæði5.Amarosis -Don’t you know: 11.921 atkvæði Heildarúrslit fyrri kosningar (símaatkvæði og atkvæði dómnefndar) 12. mars 1.Reykjavíkurdætur -Turn This around: 45.757 atkvæði2.Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól: 42.224 atkvæði3.Amarosis -Don’t you know: 24.427 atkvæði4.Stefán Óli -Ljósið: 22.602 atkvæði5.Þaðan af -Katla: 21.003 atkvæði Tvö stigahæstulögin komust þá í hið [...]