Nýjast á Local Suðurnes

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra

Lögreglan á Suðurnesjum, sem hefur í dag leitað strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, hefur staðfestar upplýsingar um að Sindri fór frá landinu í morgun til Arlanda flugvallar í Svíþjóð kl. 07:34.  Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni. Í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld er unnið að því að hafa upp á Sindra.

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra.