Nýjast á Local Suðurnes

Almannavarnir: Ekki vera á ferðinni eftir kl. 17

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir ofsa­veðrið, sem spáð hef­ur verið, muni fyrst skella Suður­landi. Ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni þar eft­ir klukk­an 12 á há­degi. Á öðrum stöðum á land­inu, og þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eft­ir klukk­an 17.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um. Spáð er aust­an ofsa­veðri á morg­un og fram á þriðju­dag á öllu land­inu með snjó­komu og byl. Mik­ill vind­hraði er í kort­un­um.

„Gera má ráð fyr­ir mik­illi ófærð á land­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi hef­ur verið ákveðið að loka þjóðvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerk­ur­lóni fyr­ir allri um­ferð klukk­an 12:00 á há­degi.  Hell­is­heiði, Þrengsli og Mos­fells­heiði verða að öll­um lík­ind­um lokað klukk­an 16:00 ef veður­spá geng­ur eft­ir og fleiri leiðir í fram­hald­inu, en frek­ari upp­lýs­ing­ar verða birt­ar á vefsíðu Vega­gerðar­inn­ar www.vega­ger­d­in.is og í upp­lýs­ingasíma 1777 og 1779. Ekk­ert ferðaveður verður ef spár ganga eft­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.