sudurnes.net
Alma María nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSS - Local Sudurnes
Alma María Rögnvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS, tímabundið til eins árs. Hún hefur hafið störf og er ráðin til loka september á næsta ári. Alma hefur gegnt starfi fagstjóra hjúkrunar á Heilsugæslunni Hamraborg frá árinu 2017 og hefur unnið hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins með hléum frá árinu 1999. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1994 og hefur síðan lokið meistaraprófi í heilbrigðisvísindum. Þá hefur hún lokið diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska heilsugæslu í héraði og einnig diplómanámi í stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Meira frá SuðurnesjumSólmundur heldur tónleika í Hljómahöll – Stendur fyrir hópfjármögnun á útgáfu plötuSamkaup fá reynslubolta frá Arion bankaGuðrún María verðlaunuð fyrir friðarteikninguKomið að þolmörkum hjá barnaverndNýr stjóri Kadeco hnýtir lausa endaÞrjú íslensk aldursflokkamet hjá ÍRBTólf vilja forstjórastólHalldóra aðstoðar Kjartan MáDregur úr krafti gossins – Sprengivirkni að mestu lokiðFjárhagsáætlun Reykjanesbæjar samþykkt – Framlegð hefur aukist en niðurstaðan er óviðunandi