sudurnes.net
Alma innheimtir leigu í Grindavík - Local Sudurnes
Alma leigu­fé­lag hefur sent þeim íbúum, sem leigja íbúðir fyrirtækisins í Grindavík inn­heimtuseðla fyrir leigu janú­ar­mánaðar. Félagið gaf eftir leigu desembermánaðar. Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Kol­brúnu Jóns­dótt­ur, leigj­anda í Grinda­vík, sem yf­ir­gaf bæ­inn eins og aðrir þegar hann var rýmd­ur þann 10. nóv­em­ber. Þar með yf­ir­gaf hún jafn­framt leigu­íbúð sína sem hún leig­ir af Ölmu leigu­fé­lagi, þangað sem hún kveðst ekki geta hugsað sér að snúa aft­ur „vit­andi að allt get­ur farið af stað hvenær sem er“. „Þó það sé leyfi­legt að vera í Grinda­vík akkúrat núna, þá veit maður ekk­ert hvernig það verður næstu vik­ur,“ seg­ir Kol­brún sem leig­ir íbúð í Hafnar­f­irði á meðan óvissu­ástand rík­ir í Grinda­vík. Á sama tíma og Kol­brún þakk­ar fyr­ir að hafa ekki verið rukkuð fyr­ir leigu í des­em­ber­mánuði gagn­rýn­ir hún leigu­fé­lagið fyr­ir að ætla að inn­heimta leigu­greiðslu í janú­ar. Kveðst hún hafa sent tölvu­póst og spurt hvort reikn­ing­ur­inn yrði ekki felld­ur niður, en fengið þau svör að það yrði ekki gert að svo stöddu, segir í frétt mbl.is. Meira frá SuðurnesjumFélagsþjónusta Reykjanesbæjar við hælisleitendur: “Ef ykkur líkar þetta ekki, þá getið þið farið til Afganistan”Haukur Helgi: “Spenntur fyrir því að komast aftur út – Skil sjónarmið Njarðvíkinga”Eysteinn samdi fallegan texta við [...]