sudurnes.net
Allt seldist upp og tæki biluðu á opnunarhelginni - Local Sudurnes
Hamborgarastaðurinn Smass opnaði á Fitjum í Njarðvík um síðustu helgi og er óhætt að segja að staðurinn hafi fengið góðar móttökur hjá Suðurnesjafólki, en allt sem í boði var seldist upp. Þetta kemur fram á Facebooksíðu fyrirtækisins þar sem viðskiptavinum er þakkað kærlega fyrir viðtökurnar og bent á að á næstunni verði opnað fyrir pantanir á vef staðarins. Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur og þolinmæði yfir opnunarhelgina, segir á Facebooksíðunni. Þetta gekk ekki hnökralaust fyrir sig, einstaka tæki brugðust okkur og birgðir seldust upp enda fór aðsókn fram úr björtustu vonum. Nú erum við komin með allar græjur á fullt og allar vörur komnar í hús. Við keyrum því vikuna af stað á fullum krafti. Frá og með á morgundeginum getið þið svo pantað á netinu og sótt á staðinn okkar í Fitjum. Við erum ákaflega þakklát og hlökkum til komandi tíma, segir jafnframt. Meira frá SuðurnesjumSilja Dögg setur húsið á sölu – Flytur þó ekki úr kjördæminuMottuhlaupið í fyrsta sinnSamkeppni um best skreytta húsið og best skreyttu götunaLjósanæturhlaup Lífsstíls í kvöld – Hlaupið til minningar um Björgvin ArnarRisi í veitingasölu á flugvöllum opnar stað á KEFSbarro opnar á KEFFjölskylduvæn hjólaferð í boði Þríþrautardeildar UMFNNámskeið fyrir foreldra – Byggð á [...]