sudurnes.net
Allt rafrænt hjá HS Veitum - Local Sudurnes
Frá og með deginum í dag munu HS Veitur aðeins taka við umsóknum rafrænt í gegn um Mínar Síður á heimasíðu fyrirtækisins. Þar verður hægt að sækja rafrænt um heimlagnir, bráðabirgðatengingar, breytingar og stækkun tenginga og láta gögn sem þarf samhliða umsókninni, fylgja með. Til þess að sækja um þarf umsækjandi eða tengiliður að skrá sig inn á Mínar Síður með rafrænum skilríkjum eða með því að nota Íslykil. Þar með hefur hann auðkennt sig inn á Mín Síða og getur sótt um. Einnig getur eigandi rafrænna skilríkja skráð sig inn á Mínar Síður og veitt öðrum einstaklingum aðgang með því að skrá kennitölu viðkomandi. Með því að skrá kennitölu einstaklings í aðgang getur sá aðili skráð sig inn á Mínar Síður á sínum eigin rafrænu skilríkjum en skipt á milli eigin aðgangs og þeirra sem hafa veitt honum aðgang. Meira frá SuðurnesjumRýma hús í Njarðvík vegna sprengiefnisHS Orka með virkjunaráform í BiskupstungumOpnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ verður stytturÍbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungiMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnHluti Njarðvíkur án rafmagns í nóttUngir hljómborðsleikarar safna til styrktar langveikum börnum í ReykjanesbæAuglýsa deiliskipulagstillögu vegna Hafnargötu 56 – Hús sem fyrir er á lóðinni verði varðveittSkýrist í [...]