Nýjast á Local Suðurnes

Allt að 12 ferðir á dag frá Keflavík til London – Sjáðu tímatöfluna!

Mikil aukning verður á flugi til stórborgarinnar London á næstunni, en í vetur verður mögulegt að velja á milli allt að 12 ferða á dag milli Íslands til Lundúna.

Fimm flugfélög munu í allan vetur halda uppi flugsamgöngum milli Íslands og flugvallanna við höfuðborg Bretlands. Aldrei áður hefur samkeppni á einni flugleið frá Íslandi verið jafn mikil og til samanburðar má nefna að frá Óslóarflugvelli og Arlanda í Stokkhólmi bjóða þrjú flugfélög upp á áætlunarferðir til London en í Kaupmannahöfn eru félögin í Lundúnarfluginu fimm líkt og hér á landi. Það er ferðavefsíðan túsisti.is sem greinir frá þessu, en á vefsíðunni er að finna ítarlega umfjöllun um ferðir flugfélaganna til London.

Þá kemur fram í umfjöllun Túrista að vöxturinn hafi verið mjög hraður, því í febrúar 2012, þegar aðeins Iceland Express og Icelandair flugu á þessari leið, voru ferðirnar að jafnaði 2,7 á dag en fimm árum síðar er meðaltalið 9,6. Flestar eru ferðirnar á fimmtudögum.

Áhugavert efni: