Nýjast á Local Suðurnes

Allt á kafi í rusli í Njarðvík yfir hátíðirnar

Ekki tókst að klára að tæma sorptunnur í Njarðvíkurhverfi fyrir jólafrí eins og til stóð og lítur út fyrir að það muni ekki nást fyrr en á föstudag.

Óhressir Njarðvíkingar hafa látið skoðun sína á málinu í ljós á samfélagsmiðlum og hefur verið gengið svo langt að hóta því að losa tunnur við bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar. Í umræðum á Facebook-síðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri” eru hörð orð látin falla og bent á að ekki sé mögulegt að losa sig við ruslið sjálfur þar sem sorphreinsistöðin Kalka sé lokuð á aðfangadag.