sudurnes.net
Allsherjarleit að Birnu um helgina - Lögregla biður almenning að halda sig til hlés - Local Sudurnes
Aðgerðar­stjórn­ir björgunarsveita á Suðvest­ur­landi hafa verið kallaðar til og mun fólk úr þeim taka þátt í stjórn allsherjarleitar að Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað frá því á aðfararnótt laugardags. Leit­ar­svæðið er allt suðvest­ur­horn lands­ins. Lögregla beinir þeim tilmælum til almennings að halda sig til hlés hvað varðar leit að Birnu. Það sé þakk­arvert hvað al­menn­ing­ur hafi tekið virk­an þátt í leit­inni en skila­boðin frá lög­regl­unni nú séu þau um að láta björg­un­ar­sveit­ar­menn um leit­ina um helg­ina. „Um gríðarlega stór­an hóp björg­un­ar­sveit­ar­manna sé að ræða og lög­regl­an biður al­menn­ing um að leyfa lög­reglu og björg­un­ar­sveitar­fólki að leita,“ seg­ir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn. Að sögn Ásgeirs er þetta fag­fólk á þessu sviði og þrátt fyr­ir góðan ásetn­ing er alltaf hætta á að aðrir geti spillt vett­vangi. Til að mynda búa til för sem verið er að leita á og ruglað þar með leit­ar­hunda í rím­inu. Þetta geti bæði tafið og skemmt fyr­ir. Eins er veður­spá­in slæm fyr­ir morg­undag­inn og því ekki ráðlegt að aðrir taki þátt í leit­inni, seg­ir Ásgeir í sam­tali við mbl.is. Meira frá SuðurnesjumSjálfboðaliðar tóku til hendinni í ReykjanesbæBörnum neitað um innritun í flug til Íslands – Enga hjálp að fá hjá WOW airReyna að þjónusta GrindvíkingaRifja upp óhugnanlegt [...]