Nýjast á Local Suðurnes

Álit hæstaréttarlögmanns – Ekki hægt að banna konum að vera berar að ofan

Engar reglur eru í gildi, hvorki skráðar né óskráðar, sem banna sundlaugargestum að fara berbrjósta í sundlaugar Reykjanesbæjar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í áliti hæstaréttarlögmannsins Unnars Steins Bjarndals, en álitið vann hann fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar, í kjölfar umræðu í samfélaginu um klæðaburð sundlaugargesta.

Fram kemur í áliti Unnars Steins að opinberir aðilar eru bundnir af ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar, stjórnsýslulaga og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæðum sem er ætlað að tryggja jafnræði fólks og jafnrétti. Það væri auðvelt að færa fyrir því rök að það stæðist ekki jafnræðisreglu að banna konum að vera berbrjósta í sundi.

Frá þessu er greint á vef RÚV.