sudurnes.net
Álft með unga truflaði umferð um Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Þau geta verið margvísleg málin sem rekur á fjörur lögreglu eins og eftirfarandi ber með sér – Vegfarandi tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að álft með þrjá unga væri að spássera á Reykjanesbraut og stefndi til sjávar. Var þetta talið geta valdið slysi bæði á mannverum og dýrum. Lögregla stöðvaði því umferð á meðan fuglarnir trítluðu yfir brautina og gekk það allt að óskum. Þá var tilkynnt um tvær landnámshænur sem ekki hefðu skilað sér heim á tilsettum tíma. Þar sem engin tilkynning hafði borist til lögreglu um hænur í óskilum var lítið hægt að aðhafast í málinu annað en að sjá hvort flökkufuglarnir skiluðu sér heim sem þeir hafa vonandi gert. Meira frá SuðurnesjumÖkumaður bifhjóls féll í götunaHelmingi minna fé eytt í snjómokstur í ReykjanesbæSamið um rekstur fjölskylduheimilisKettlingar sem týndust á Ásbrú fundust – Annar í ruslatunnu og hinn skaddaður á höfðiLögreglan stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í heimahúsiStórleikur í 2. deildinni í dag – Víðir-Njarðvík í beinni!Neyðast til að loka bókalúgunniErlent flutningaskip hársbreidd frá því að steyta á EldeyjardrangiSamgönguráðherra: “Innanlandsflugið ekki flutt til Keflavíkur”Reyndu að ganga að flugstöð til að ná flugi – Lögregla biðlar til fólks að fara ekki illa búið á ferðina