sudurnes.net
Álagningarseðlar fasteignagjalda einugis á rafrænu formi - Local Sudurnes
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda verða nú einungis á rafrænu formi og birtir á vefnum island.is og á íbúavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is Þó geta þeir sem þess óska fengið senda álagningar- og/eða greiðsluseðla með bréfpósti með því að hafa samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í netbanka og eru innheimtar þar, en greiðendur 76 ára og eldri fá þó áfram seðla. Gjöld ársins dreifast á 10 gjalddaga sem eru fyrsta dag hvers mánaðar frá og með 1.febrúar. Fasteignaeigendum er bent á boðgreiðslur með greiðslukortum og beingreiðsluþjónustu bankanna til hagræðis. Meira frá SuðurnesjumÁlagningarseðlar fasteignagjalda ekki sendir í póstiMG 10 leggur skóna á hilluna eftir 19 ár í fremstu röðLoka Reykjanesbraut og flugi aflýstÓkeypis í sund fyrir börn að 18 ára aldriMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnFisktækniskólinn fékk Erasmus styrkKeflavík óskar eftir stuðningi við uppbyggingu kvennaknattspyrnuNokkrar bílveltur á Suðurnesjum – Einn fluttur á LandspítalaBálhvasst á brautinni – Gæti komið til lokunar með stuttum fyrirvaraFundu handsprengju við Hafnarveg