Nýjast á Local Suðurnes

Álag á mokstursfólki – Milljónir á dag í snjómokstur

Mikið álag hefur verið á snjómokstursfólki á Suðurnesjum undanfarinn sólarhring. Í Reykjanesbæ hefst snjómokstur klukkan 4 að morgni og stendur til miðnættis. Kostnaður við hvern dag í þessu árferði kostar sveitarfélagið um tvær milljónir króna.

Þetta kemur fram í upplýsandi pistli framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar á Facebook. Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan:

Núna er allur flotinn úti við snjómokstur, voru til miðnættis í gær og byrjuðu klukkan 04:00 í morgun. Verið er að vinna í að fá fleiri tæki. Snjómokstri er forgangsraðað eftir ákveðnu ferli, almenningssamgöngur, stofnanir o.s.f.v.

sjá…

h[ttps://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/umhverfismal/vetrarthjonusta](https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/umhverfismal/vetrarthjonusta)

Með gönguleiðir og gangstéttir höfum við lagt áherslu á að taka öðru megin við götu og gera það þá frekar vel. Til upplýsinga kostar svona dagur okkur skattgreiðendur 2 milljónir á dag þannig við vonum bara að það fari að vora svona bráðum. Bið ykkur um smá biðlund og jákvæðni 😉
Góða helgi.