sudurnes.net
Ákveðnar starfsstéttir fá forgang að þjónustu grunn- og leikskóla - Local Sudurnes
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út lista yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Á listanum, sem birtur var á vef Vísis, eru meðal annars ráðherrar og ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa, starfsfólk í leikskólum og starfsfólk sveitarfélaga. Í frétt Vísis er haft eftir fulltrúa Almannavarna að listinn sé ekki endanlegur og í stöðugri endurskoðun. Listinn yfir þær starfsstéttir sem hafa forgang að þjónustu leik- og grunnskóla, frístundastarfi og dagforeldrum: Stjórnsýslan • Ráðherrar • Ráðuneytisstjórar • Upplýsingafulltrúar ráðuneyta • Aðstoðarmenn ráðherra • Skrifstofustjórar • Öryggisstjórar ráðuneyta • Öryggistrúnaðarmenn ráðuneyta • Ritarar ráðherra • Ritarar ráðuneytisstjóra • Sóttvarnalæknir • Landlæknir • Aðstoðarmaður sóttvarnalæknis • Aðstoðarmaður landlæknis • Fangaverðir • Framlínustarfsfólk hjá Seðlabanka Íslands Viðbragðsaðilar • Lögreglan • Embætti ríkislögreglustjóra • Slökkvilið • Sjúkraflutningar • Landhelgisgæslan • Rauði krossinn • Slysavarnafélagið Landsbjörg Heilbrigðisstarfsfólk • Sjúkrahús • Hjúkrunarheimili • Dvalarheimili • Heilsugæsla • Bakvarðasveit velferðarþjónustu Á sveitarfélagsvísu • Starfsfólk grunnskóla • Starfsfólk leikskóla • Starfsfólk frístundarheimila • Starfsfólk heimila fyrir fatlað fólk • Starfsfólk hjúkrunarheimila • Starfsfólk þjónustuíbúða fyrir aldrað fólk • Starfsfólk í heimaþjónustu • Starfsfólk í heimahjúkrun • Starfsfólk í Heilbrigðiseftirliti • Framlínustarfsfólk í veitum; rafveita, vatnsveita, frárennsli, gagnaveita • Starfsfólk [...]