Nýjast á Local Suðurnes

Akstur með úrgang um Reykjanesbraut hefur margfaldast á undanförnum árum

Heildarmagn móttekins úrgangs hjá Sorpeyðingastöð Suðurnesja var rúmlega 18.300 tonn á síðasta ári, en það er svipað magn og árið 2017. Mikil aukning hefur verið á flutningum á úrgangi til höfuðborgarsvæðisins um Reykjanesbraut á undanförnum árum.

Töluverð aukning er á milli ára á frákeyrðum útgangi í urðun og endurvinnslu, en um 6.800 tonnum var ekið til höfuðborgarsvæðisins um Reykjanesbraut, auk þess sem um 1.830 tonn af botnösku voru flutt sömu leið til urðunar hjá Sorpu.

Heildarmagn á frákeyrðum úrgangi er því rúmlega 8.600 tonn. Til samanburðar má nefna að um 5.200 tonn voru flutt til endurnýtingar, endurvinnslu eða urðunar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 og árið 2012 var frákeyrt magn frá stöðinni um 1.900 tonn.