sudurnes.net
Ákærður fyrir að kveikja í veitingastað - Local Sudurnes
Eigandi veitingastaðar við Hafnargötu í Reykjanesbæ hefur verið ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í fyrrasumar og í kjölfarið gert tilraun til fjárssvika. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu, en þar segir að maðurinn hafi rekið veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann er ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann hafi þá borið eldfim efni á svæðin og lagt eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn hafi með athæfinu valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn er sagður hafa í kjölfarið gert tilraun til fjársvika með því að hafa í júlí, um mánuði eftir brunann, farið á fund með vátryggingafélaginu Sjóvá og karfið félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins sem hlaust af brunanum á veitingastaðnum. Í kjölfarið hafi maðurinn sömuleiðis krafið félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar en félagið hafi hafnað greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður [...]