sudurnes.net
Áhugaverð agamálatölfræði Suðurnesjaliða - Kjaftbrúk og slagsmál við dómara - Local Sudurnes
Skapið hefur oft á tíðum leitt leikmenn Suðurnesjaliðanna Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuknattleik í ógöngur, en samtals hafa mál tengd félögunum tveimur ratað 185 sinnum á borð aganefndar KKÍ frá því skráning á slíkum brotum hófst árið 1974. Brotin eru misalvarleg í gegnum tíðina, allt frá kjatbrúki og upp í slagsmál við mótherja, dómara eða jafnvel áhorfendur í einhverjum tilvika. Þá hafa auglýsingaskilti og stólar fengið að finna fyrir skapi leikmanna. Leikmaður gullaldarliðs Njarðvíkur, Sturla Örlygsson, fékk lengsta leikbann sem leikmenn á vegum félaganna tveggja hefur fengið, en hann fékk átta mánaða bann fyrir að sparka tvívegis í dómara og slá einu sinni með krepptum hnefa í andlitið árið 1981. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson, sem nú leikur með B-liði Njarðvíkur hefur þó oftast allra Suðurnesjamanna fengið að finna fyrir aganefndinni, en alls hafa ellefu mál tengd honum komið upp. Njarðvíkingarnir Halldór Karlsson og Hilmar Hafsteinsson fylgja honum fast á eftir með sex mál hvor. Hilmar er sá eini sem hefur þurft að greiða sekt, ef eitthvað er að marka tölfræðina, en hann fékk 10.000 króna sekt árið 1978 fyrir að hrækja á einn dómara og ógna öðrum dómara með hnefa á lofti. Þá hafa mál tengd áhorfendum nokkrum sinnum ratað [...]