sudurnes.net
Áhersla lögð á fjölskylduvænt samfélag við gerð fjáhagsáætlunar í Sandgerði - Local Sudurnes
Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar sem haldinn var þann 2. desember var afgreidd fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára. Við gerðu áæltunarinnar var áhersla lögð á fjölskylduvænt samfélag, góða þjónustu og ábyrgan rekstureftirfarandi og við afgreiðsluna var lögð fram eftirfarandi bókun: „Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2016-2019 er unnin með hliðsjón af 10 ára langtímaáælun 2012 til 2022. Fjárhagsáætlunin stenst ákvæði sveitarstjórnarlaga um rekstrarjöfnuð og skuldaviðmið en áætlað er að þessi viðmið náist á árinu 2019. Eins og undanfarin ár hefur ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar og þau markmið sem sett hafa verið. Áætlunin ber þess merki að mikil áhersla er lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi, má í því sambandi nefna að í fyrsta sinn munu námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans að kostnaðarlausu, áfram verður veittur hvatastyrkur að fjárhæð 30 þúsund kr. á barn á á aldrinum 4 til 18 ára aldurs til íþrótta- og frístundastarfs, þá verður að nýju tekin upp kennsla á móðurmáli barna af erlendum uppruna. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkar í 40 þúsund kr. á mánuði miðað við fulla vistun. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur Sandgerðisbæjar á árinu 2016 nemi 1.763 mkr. en rekstrarútgjöld nemi 1.622 mkr. án fjármagnsliða. Með fjármagnsliðum er rekstrarniðurstaðan neikvæð um tæpar 75 [...]