sudurnes.net
Áhætta og álag á Brunavarnir Suðurnesja margfaldast með stækkun Keflavíkurflugvallar - Local Sudurnes
Allt tiltækt lið slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja (BS) var kallað út vegna elds í þaki flugeldhúss IGS á Keflavíkurflugvelli um hádegisbilið í gær, greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill. Í kjölfarið komu upp umræður um útkallsgetu slökkviliðs BS á samfélagsmiðlunum, þar sem meðal annars var rætt um hvort BS gæti brugðist við stórbruna á Keflavíkurflugvelli og á starfssvæði sínu í Reykjanesbæ, kæmi slíkt upp á sama tíma. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, sagði svo vera í samtali við Suðurnes.net um málið, enda kallaði stórbruni á flugvellinum mögulega á að almannavarnarástandi yrði lýst yfir. “Við teljum okkur nokkuð vel búnir til þess að fást við verkefni á flugvellinum, en þrátt fyrir það er umfang bygginga og starfssemi á Keflavíkurflugvelli slík að við munum þurfa aðstoð þegar um mjög stóra bruna er að ræða, en mjög stórir brunar eða slys á Keflavíkurflugvelli geta einnig leitt til þess að almannavarnarástandi verði lýst og þá fer lögreglustjóri með stjórn og bjargir koma víða að.” Sagði Jón Jón sagði einnig að hætta og álag á BS hafi margfaldast með stækkun Keflavíkurflugvallar og að unnið sé að gerð áhættumats og áhættugreiningar varðandi Keflavíkurflugvöll. “Á undanförnum árum hefur orðið gjörbreyting á Keflavíkurflugvelli byggingar og umferð hafa margfaldast, við þá [...]