sudurnes.net
Áfram frítt í söfnin - Local Sudurnes
Ókeypis aðgangur verður til áramóta í öll söfn Reykjanesbæjar en þau eru Byggðasafn og Listasafn Reykjanesbæjar með aðsetur í Duus Safnahúsum og Rokksafn Íslands í Hljómahöll. Þá stendur atvinnulausum til boða ókeypis lánþegaskírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar. Á næstu vikum verður einnig boðið upp á fjölbreytta viðburðadagskrá hjá menningarstofnunum bæjarins þar sem fólk getur sótt sér símenntun, fræðslu, námskeið, leiðsagnir, farið í skipulagðar gönguferðir og margt fleira eða einfaldlega mætt á staðina og notið þess að dvelja þar. Í október verður í fyrsta skipti gefið út sameiginlegt rafrænt fréttabréf með yfirliti yfir þá viðburði sem boðið verður upp á í haust og kemur það út mánaðarlega. Hægt verður að skrá sig á póstlista til að fá viðburðadagatalið sent. Bæjarbúar eru hvattir til þess fylgjast vel með dagskránni og nýta sér það sem boðið verður upp á í menningarlífinu. Meira frá SuðurnesjumSkemmtilegur símaleikur á SafnahelgiLesið fyrir hunda á laugardagKK á Trúnó í Hljómahöll í kvöldStarfsfólk skrifstofu Vísis nældu sér í 13 rétta í getraunumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðLjósanótt: Skottsala á SkólavegiUngmenni í Reykjanesbæ ósátt við samgöngumál – Funduðu með bæjarstjórnListahátíð barna í Reykjanesbæ í þrettánda sinnKrakkakosningar 12. – 14. maíMikið fjör þegar ljós voru tendruð á jólatrénu í Grindavík