sudurnes.net
Afmarkaður hópur fær heimild til að dvelja í Grindavík - Local Sudurnes
Af­markaður hópur fólks hefur heimild til að dvelja í Grindavík, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Aðstæður í bænum eru sagðar hættu­leg­ar og er ekki mælt með því að íbú­ar dvelji í bæn­um næt­ur­langt. Viðbragðsaðilar, íbúar bæj­ar­ins, starfs­menn fyr­ir­tækja bæj­ar­ins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa er heimilt að dvelja í bænum, samkvæmt tilkynningunni, þá hefur fjöl­miðlafólk heim­ild til að fara inn í bæ­inn með sama hætti og íbú­ar og starfs­menn fyr­ir­tækja. Fyr­ir­komu­lagið tók gildi klukk­an 16 í dag og gild­ir í viku eða skem­ur eft­ir at­vik­um. Þar sem eld­gos get­ur haf­ist með stutt­um fyr­ir­vara brýn­ir lög­reglu­stjóri fyr­ir íbú­um og starfs­mönn­um að hver og einn beri ábyrgð á eig­in at­höfn­um eða at­hafna­leysi. „Lög­reglu­stjóri tek­ur skýrt fram að Grinda­vík er ekki staður fyr­ir barna­fólk eða börn að leik. Þar eru ekki starf­rækt­ir skól­ar og innviðir eru í ólestri. Lög­reglu­stjóri mæl­ir ekki með því að fólk dvelji í bæn­um,“ seg­ir til­kynn­ingu. Meira frá SuðurnesjumKrefjast þess að byggingarframkvæmdir við Leirdal verði stöðvaðarTæplega 90% íbúa Suðurnesja skráðir á Heilsugæslustöðvar á svæðinuÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarFarga jólatrjám fyrir íbúaÓsk um stækkun hótels hafnað eftir andmæli nágrannaÍbúum hleypt til Grindavíkur um tvær leiðir – Svona verður framkvæmdin110 íbúðir rísa við FramnesvegTillögu að deiliskipulagsbreytingum við [...]