sudurnes.net
Æstur maður stökk yfir borð í þjónustuveri Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Starfsmönnum Reykjanesbæjar var verulega brugðið á mánudaginn síðasta þegar æstur maður gekk á bæjarskrifstofur og stökk yfir þjónustuborð. mbl.is greindi fyrst frá þessu. Hall­dóra G. Jóns­dótt­ir, aðstoðarmaður bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar, sagði í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið íslenskur og krafðist þess að ná tali af ákveðnum bæjarstarfsmanni. Þegar honum var greint frá því að starfsmaðurinn væri ekki við, stökk hann yfir borðið og gekk inn á aðra deild. „Fólki var brugðið því hann var æst­ur,“ sagði Halldóra en enginn slasaðist. Manninum var fylgt út af starfsmönnum bæjarins en auk þess var lögregla kölluð á vettvang. Meira frá SuðurnesjumSamdráttur í Fríhöfninni gæti skaðað birgja og smásalaKlór fór inn á neysluvatnskerfi – Látið vatnið renna þar til lyktin er farinKrefja BaseParking um 5 milljónir króna – Myndavélaeftirlit staðfestir brot á notkunarskilmálumÁhyggjur af fjölda í strætó – Engin formleg kvörtun vegna áreitisBæjarstjóri bendir ósáttum íbúum á að senda inn athugasemdir við deiliskipulagUmdeilt myndband úr Grindavík vekur athygli – Húmor eða virðingaleysi?Munu færa bátakerrur á opnum svæðum á kostnað eigendaNá ekki að koma öllum farþegum út úr flugvélumÍkveikjur og skemmdarverk á Suðurnesjum um páskanaJólageit IKEA og Biluð Bónusvigt rata í föstudagspistil Árna Árna