sudurnes.net
Aðventugarðurinn opnar á laugardag - Local Sudurnes
Aðventugarðurinn opnar með frábærri dagskrá og sölu á ýmsum varningi í jólakofunum næstkomandi laugardag. Meðal þess sem verður á dagskrá helgarinnar er ratleikur, jólaball með jólasveinum Aðventugarðsins, heimsókn frá risastórum ísbirni, snjóprinsessunni og fjallamanninum, Jóliver frá Sirkus Íslands og Lalla töframanni. Þá leikur Kósýbandið ljúfa tóna auk þess sem atriði frá Leikfélagi Keflavíkur úr Jólasögu í Aðventugarðinum verður flutt. Alla dagskrá og nákvæmari tímasetningar er að finna á vefnum visitreykjanesbaer.is. Aðventugarðurinn verður opinn allar helgar í desember frá kl. 14-17 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21. Meira frá SuðurnesjumHr. Hnetusmjör tryllti lýðinn með Njarðvíkurgull um hálsinn – Myndband!Courtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðMálþing um mikilvægi útiveru og frjálsan leik barnaUpplifðu gamlar hefðir á jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu á sunnudagÞremur sýningum lýkur á sunnudag – Ókeypis aðgangurTendra ljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í dagHalda málþing og opna sýninguna Verndarsvæði í byggð?Vestnorræna ráðið býður íbúum Suðurnesja á menningarkvöld á föstudaginnGötulokanir vegna bæjarhátíðarHaldið upp á dag tónlistarskólanna í Hljómahöll á laugardag