Nýjast á Local Suðurnes

Aðstoðuðu tvo í sjálfsvígshugleiðingum

Verkefni lögreglunnar á Suðurnesjum voru fjölbreytt í nótt, en lögreglan veitti landanum innsýn í verkefni sín með því að greina frá öllum sínum verkefnum í Twitter-maraþoni nokkurra lögregluembætta í nótt.

Lögregla stóð meðal annars fyrir umferðareftirliti á Reykjanesbraut í nótt, þar sem um 100 ökumenn voru stöðvaðir, nokkur heimilisofbeldisverkefni komu á borð lögreglu, nokkrar þjófnaðartilkynningar bárust lögreglu og nokkrir voru teknir á ökutækjum undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þá aðstoðaði lögregla tvo aðila í sjálfsvígshugleiðingum, en annar var sóttur á bryggjuna þar sem hann ætlaði að “henda sér í sjóinn,” að sögn lögreglu, og hinn aðilinn, sem var mikið niðri fyrir, fékk aðstoð lögreglu í heimahúsi.

Hér má sjá yfirlit yfir fjölbreytt verkefni lögreglunnar í nótt.