sudurnes.net
Aðsent: Athugasemdir við frétt um fjárhagsaðstoð flóttafólks - Local Sudurnes
Rangt farið með fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Flóttamenn sem fá hér leyfi til dvalar skv. lögum um útlendinga nr. 80/2016 eiga rétt til félagslegrar þjónustu sem tilgreind eru í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 í því sveitarfélagi sem þeir hafa skráð lögheimili. Í þeim lögum er meðal annars kveðið á um rétt einstaklinga, með lögheimili á Íslandi, til fjárhagsaðstoðar geti hann ekki séð sér og sínum farborða. Flóttafólk er oft í þeirri stöðu fyrstu mánuði eftir leyfisveitingu að vera án atvinnu og þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins meðan það kemur undir sig fótunum. Sumir finna vinnu fljótt meðan það tekur aðra lengri tíma. Teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis vill koma á framfæri leiðréttingu vegna þess misskilnings sem kemur fram í frétt sem birtist á localsuðurnes þann 9.6.2023 þar sem fram kemur að einstaklingar fái greidda fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu þótt það sé komið í vinnu. Í maí 2013 voru gefnar út viðmiðunarreglur Flóttamannanefndar um hvernig og hvaða þjónustu flóttafólk ætti að fá vegna viðkvæmrar stöðu og þar er kveðið á um að flóttafólki skuli tryggð fjárhagsaðstoð frá lögheimilissveitarfélagi og að það fái að halda hluta hennar þrátt fyrir að vera komið í vinnu. Í kjölfarið eða í maí 2014 voru gefnar [...]