sudurnes.net
Aðeins neikvæðir fá að mæta í Ljónagryfjuna - Local Sudurnes
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að fram til 8. desember verði gestir og stuðningsmenn á heimaleikjum Njarðvíkur að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Það er ósk stjórnar að fleiri en 100 vallargestir í tveimur 50 manna hólfum eigi kost á því að sjá liðin okkar leika í Subwaydeildunum. Pláss verður fyrir allt að 500 vallargesti sem þá þurfi að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem megi ekki vera eldra en 48 klst. gamalt þegar leikur hefst. Fyrir fólk búsett í Reykjanesbæ er m.a. hægt að fara í hraðpróf við Aðaltorg – nánar hér. Allir gestir á leikjum í Ljónagryfjunni fæddir 2015 og eldri eru innan viðmiðunarhóps ofangreindra sóttvarna en nánar má lesa sig til um gildandi sóttvarnir hér á heimasíðu KKÍ. Meira frá SuðurnesjumKanalaus nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöldGuðmundur Auðun keppir um milljónir króna á Stórbokka 2016Fjör hjá Þrótturum á Smábæjarleikunum í Knattspyrnu – Myndir!Einar fær ekki nýjan samning og Magnús hættirUngt Keflavíkurlið komið í úrslit LengjubikarsinsKeflavík enn á toppnum þrátt fyrir ótrúlegt tapFjórir grunnskólar Reykjanesbæjar í úrslitum SkólahreystiAukaaðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur: Baldur mun ekki bjóða sig fram til formannsUnglingalandsliðin í körfu: Framtíðin er björt á SuðurnesjumKeflvíkingar bjóða upp á ókeypis rútuferð á bikarleikinn gegn Þór