Nýjast á Local Suðurnes

Aðeins átta gestir noti sundlaugina á sama tíma

Stefnt er að því að halda fullum opnunartíma í íþróttamiðstöðinni í Vogum og á það við um íþróttahúsið, tækjasal og sundlaugina. Frá þessu er greint á Fésbókarsíðu Íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum.

Ýmsar takmarkanir eru þó í gildi og eru gestir beðnir um að virða fjarlægðarmörk á milli fólks sem skulu vera tveir metrar. Þá eru takmarkanir varðandi fjölda gesta í sundlaug þannig að aðeins mega átta einstaklingar vera í lauginni á sama tíma, þrjár manneskjur í heitum pottum, fjórar manneskjur í vaðlaug, einn í sauna og einn í einu í köldu kari.

Þá mega fjórar manneskjur nota líkamsræktarstöð á hverjum tíma, en áréttað er að menn sótthreinsi tæki að loknum æfingum, en allur vökvi og búnaður til þess er á staðnum.