sudurnes.net
Aðeins Arnaldur skákar Sólborgu - Local Sudurnes
Aðeins metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason skákar Sólborgu Guðbrandsdóttur í bóksölu síðustu viku hjá stærsta bókaútgefanda landsins, Forlaginu. Fyrsta bók Sólborgar, Fávitar er í öðru sæti metsölulistans. Fávitar er samfélagsverkefni Sólborgar Guðbrandsdóttur gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi en það hófst á samnefndri Instagram-síðu árið 2016, segir á vef Forlagsins. Sólborg hefur starfað sem fyrirlesari undanfarin ár og haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar spurningum þeirra um meðal annars kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Verkefnið hefur verið nýtt í skólum víðs vegar um landið með góðum árangri. Átakið Fávitar birtist nú í bókaformi þar sem Sólborg hefur tekið saman spurningar sem henni hafa borist síðastliðin ár og svör við þeim. Meira frá SuðurnesjumLangmest aukning hjá hótelum á SuðurnesjumHeildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 4,2%GRAL fékk styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinuFerðatékkinn nýtist vel á Suðurnesjum – Margt í boði sem kostar ekki krónu!Starfsleyfi Thorsil stendurLandshlutasamtök sveitarfélaga skora á ráðherra og alþingismennFrystihús óstarfhæft vegna flóðaMethagnaður hjá leigurisa – Undirbúa skráningu á markaðKolbrún Júlía í úrvalshóp landsliðsins í hópfimleikumFerðumst 1800 kílómetra á níu mínútum – Myndband!