sudurnes.net
Aðdáendur norðurljósa sköpuðu stórhættu - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðir sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósunum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkanti og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið. Meira frá SuðurnesjumFrítt í söfnin í sumarFulltrúar frá Evrópuráðinu heimsóttu Reykjanesbæ – Sáu sigurmarkið í skrúðgarðinumBjóða geymslusvæði fyrir ferðavagnaFlottasta flugeldasýning landsins er á Ljósanótt – Sjáðu hvernig hún verður til!Hundrað þúsund farþegar hafa nýtt sér Íslandsflug Delta AirlinesGrannaslagur í boði NettóFerðamaðurinn sofandi varð mjög skömmustulegur og baðst afsökunarFjölga ferðum milli Keflavíkur og MoskvuFarþegi lést í flugi WOW-air á leið til Íslands – Farþegar reyndu fyrstu hjálpThorsil gerir 5 milljarða króna alhliða samning um framkvæmdir við kísilver