sudurnes.net
Aðalsteinn Ingólfsson hlýtur Súluna - Local Sudurnes
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2022, var afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum á laugardag. Að þessu sinni hlaut Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verðlaunin fyrir framlag sitt til uppbyggingar og eflingar Listasafns Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og sjötta sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verðlaunin fyrir framlag sitt til uppbyggingar og eflingar Listasafns Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabet Ásberg. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri afhenti Súluna fyrir hönd bæjarstjórnar og menningar- og atvinnuráðs. Við tilefnið sagði hann hverju bæjarfélagi mikilvægt að eiga fólk sem vinnur að uppbyggingu jákvæðra málefna í bæjarfélaginu og að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilji með táknrænum hætti þakka fyrir það með veitingu menningarverðlaunanna. Aðalsteinn er fæddur árið 1948, sonur Ingólfs Aðalsteinssonar, veðurfræðings og síðar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja og Ingibjargar Ólafsdóttur, húsfreyju. Þar sem faðir hans vann lengi fyrir Veðurstofuna á Keflavíkurflugvelli bjó fjölskyldan lengst af á Suðurnesjum, fyrst á flugvallarsvæðinu og síðan við Borgarveginn í Njarðvík. Síðar sótti Aðalsteinn sér framhaldsmenntun m.a. á sviði bókmennta og listasögu við erlenda háskóla og hefur starfað sem listfræðingur, stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands og auk þess sjálfstætt, sem sýningarstjóri og [...]