Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja tug stúlkna hefur kært áreitni á Facebook – Flestar búsettar í Reykjanesbæ

Lögregla hefur undir höndum gögn sem sýna að maður sem sætti gæsluvarðhaldi í nóvember fyrir að áreita stúlkur á netinu hefur haldið uppteknum hætti eftir að gæsluvarðhaldi lauk. Alls hafa 26 kærur borist lögreglu vegna hátternis mannsins, flestar frá stúlkum sem búsettar eru í Reykjanesbæ.

Fréttablaðið greinir frá þessu, en í frétt blaðsins segir að í nýjum gögnum málsins sjáist að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, geri athugasemdir við myndir af stúlkunum á Facebook og biður þær um kynferðislega greiða við sig. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að maðurinn hafi þegar verið kærður fyrir tilraun til að tæla ólögráða stúlku til að hitta sig.