Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja tug heimilislausir eða býr við ótryggar aðstæður – Velferðarráð hefur áhyggjur

Farið var yfir stöðu á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ á fundi Velferðaráðs sveitarfélagsins, sem haldinn var í gær.

Í fundargerð kemur fram að Velferðarráð lýsi yfir áhyggjum á löngum biðtíma eftir félagslegu húsnæði og fjölda þeirra sem eru heimilislausir eða búa við ótryggar aðstæður, sem eru 23 einstaklingar.

Þá kemur fram í fundargerð ráðsins að í anúar og febrúar hafi verið greiddar rúmar 20.000.000 króna til framfærslu og var fjöldi einstaklinga/fjölskyldna tæplega 90 í hvorum mánuði. Árið 2016 voru í sömu mánuðum greiddar tæplega 28.000.000 kr. í sama málaflokk, fjöldi einstaklinga/fjölskyldna þá voru um 120.