Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja hundrað skjálftar – Sá stærsti í nótt var 5 að stærð

Mynd: Veðurstofan.

Alls hafa á þriðja hundrað skjálftar mælst síðan jarðskjálftahrinan hófst um kl. 21 í gærkvöld. Stærsti skjálftinn sem mældist 14,9 km N af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg og var 5 að stærð klukkan 2:25. Þetta kemur fram á vef veðurstofunnar.

Stærsti skjálft­inn fannst víða á Reykja­nesskaga, á Höfuðborg­ar­svæðinu, á Akra­nesi og einnig barst Veður­stof­unni til­kynn­ing frá skipi sem statt var um 10 kíló­metr­um frá upp­tök­um skjálft­ans.

Nokkr­ir skjálft­ar voru á milli 4 og 5 að stærð og enn er unnið að yf­ir­ferð minni skjálfta að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni. Þar sem skjálft­arn­ir eru um 30 kíló­metra frá landi og þar af leiðandi utan mæla­kerf­is Veður­stofu Íslands þurfti að fá upp­lýs­ing­ar og gögn er­lend­is frá til þess að reikna stærðir stærstu skjálft­anna, segir á mbl.is