Nýjast á Local Suðurnes

Á fjórða tug sóttu útboðsgögn en einungis þrír metnir hæfir

Alls sóttu 32 aðilar útboðsgögn vegna veitingastöðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar opnað var fyrir aðgang að þeim í vor. Einungis sex héldu þó áfram í ferlinu og á endanum voru einungis þrír samþykktir til þátttöku.

„Þá sendu sex aðilar inn hæfis- og þátttökuyfirlýsingu, þrír þeirra uppfylltu hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Tilboðin eru metin með hliðsjón af tæknilegum og fjárhagslegum útfærslum.

Matsferlið fól í sér að meta gæði tilboða, þar sem m.a. var horft til veitingaframboðs og ferskleika veitinganna sem í boði verða. Horft var til verðlagningar, þjónustu við viðskiptavini, sem og hönnunar og útlits staðanna og sjálfbærni.“