sudurnes.net
Á fimmta tug losnað úr sóttkví á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn - Á sjöunda tug smitaðir - Local Sudurnes
Tvö kórónuveirusmit greindust á Suðurnesjum á síðastliðnum sólarhring, en nú eru 64 einstaklingar smitaðir af veirunni á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is. Þá hefur töluverður fjöldi Suðurnesjafólks snúið úr sóttkví, eða tæplega 50 síðasta sólarhringinn. Þannig sæta nú 288 einstaklingar sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef, en 333 í gær. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birtir reglulega fréttir af starfseminni á Facebook og eru Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook. Meira frá SuðurnesjumÞór og Týr lögðust við bryggju í Keflavík – Myndir!Ekkert smit undanfarna fjóra daga – Um 50 í sóttkvíTekinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraðaKostnaður vegna hvatagreiðslna eykstKeflavík/Njarðvík leika til úrslita á Íslandsmótinu í 2. flokkiGuðbrandur tekjuhæstur sveitarstjórnarmannaÁ þriðja tug stúlkna hefur kært áreitni á Facebook – Flestar búsettar í ReykjanesbæEkkert nýtt smit og á þriðja tug batnaðBreyta deiliskipulagi á saltgeymslulóð – Rafrænn íbúafundurUmferðareftirlit lögreglu – Nær allir ökumenn með allt á hreinu