Nýjast á Local Suðurnes

Á áttunda tug kærðir

Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í gær að um 70 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Holtaskóla. Í dag sinntum lögregla eftirliti með hraðakstri í nágrenni við Myllubakkaskóla í Keflavík og leikskólann Skógarás á Ásbrú. Því miður var lítil breyting frá gærdeginum, en á áttunda tug ökumanna voru kærðir í dag eftir að hraðakstursbrot þeirra voru mynduð.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að á hraðasti ók á 59 km hraða. Þessi niðurstaða er engan vegin ásættanleg og hvetur lögregla ökumenn að hugsa sinn gang og sýna öðrum vegfarendum virðingu með því að aka á löglegum hraða. Auk þessa þá voru ökumenn kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldur og nokkrir voru áminntir fyrir að gleyma að kveikja ljós sem dæmi.

Þá fylgdist lögreglan einnig með því hvort ökumenn væru að nota öryggisbúnað í bílum fyrir börn við leikskólana og reyndist það allt vera til fyrirmyndar.