sudurnes.net
Á 146 km. hraða á Reykjanesbraut - Greiddi 130.000 króna sekt á staðnum - Local Sudurnes
Ökumaður mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um helgina. Um var að ræða erlendan ferðamann og greiddi hann sektina, sem er 130.000 krónur samkvæmt sektarreikni Samgöngustofu, á staðnum. Enn fremur sektaði lögreglan á Suðurnesjum fjóra til viðbótar fyrir of hraðan akstur, einnig á Reykjanesbraut. Þá voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur, þar af einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu þeirra á fíkniefnum. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrotaUngir ökumenn á hraðferð sviptir ökuréttindumTekinn á 170 km/h með ungt barn í bílnum – Sviptur á staðnum og tilkynntur til barnaverndarMeð allt niðrum sig í umferðinni – Þrír handteknirÁ þreföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut með ljóslausan bíl í eftirdragiÁtta ökumenn handteknir í vikunniEftirlýstur á 187 kílómetra hraðaNokkuð um að foreldrar noti ekki tilskilinn öryggisbúnað við akstur með börnDregur verulega úr skjálftavirkni við Grindavík