sudurnes.net
64 % fleiri fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ hefur fjölgað gríðarlega það sem af er ári. Þannig var heildarfjöldi þeirra sem fengið höfðu fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ til framfærslu á árinu 2019 í október það ár 195 einstaklingar. Það sem af er þessu ári hafa 319 einstaklingar fengið fjárhagsaðstoð sér til framfærslu. Einstaklingum á fjárhagsaðstoð hefur því fjölgað um 63,6% á tímabilinu október 2019 til október 2020 eða um 124 einstaklinga. Þetta kemur fram í fundargerð velferðarráðs sveitarfélagsins, en þar kemur einnig fram að í september síðastliðnum hafi 156 einstaklingar fengið fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.284.349. Í sama mánuði 2019 fengu 98 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, en þá voru greiddar kr. 14.039.544. Það sama var uppi á teningnum í október síðastliðnum, en þá fengu 153 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.208.056. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 15.070.540. Þá kemur fram í fundargerð Menningar- og atvinnumálaráðs að atvinnuleysi sé enn að aukast á svæðinu og sé nú tæplega 23% í Reykjanesbæ. Meira frá SuðurnesjumSkerðing hefur umtalsverð áhrif á sveitarfélögin á SuðurnesjumFjármögnun Verne Global næst stærsta tæknifjárfestingin á NorðurlöndumÁramótatónleikar hljómsveitarinnar Valdimar í beinni á netinuRúmlega 1200 börn njóta góðs af hvatagreiðslum [...]