sudurnes.net
450 einstaklingar sæta sóttkví á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Þrír bættust í hóp smitaðra af kórónuveirunni á Suðurnesjum samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is. Þannig eru nú 37 smit staðfest á Suðurnesjum. Alls sæta 450 einstaklingar sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef. Enn er forgangsraðað í sýnatökur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, eins og annarsstaðar á landinu, eftir tilmælum Landlæknis. Ekki er hægt að taka sýni hjá öllum sem uppfylla þau skilyrði sem til þarf og eru sýnatökur háðar mati læknis. Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook, en þar eru birtar nýjustu fréttir frá stofnuninni. Meira frá SuðurnesjumÁ fimmtahundrað Suðurnesjamenn komnir í sóttkvíTvö ný smit og tæplega 300 í sóttkvíHafa tekið sýni úr um 300 einstaklingum – 34 smitaðir á SuðurnesjumSmituðum fjölgar lítillega á Suðurnesjum – Forgangsraðað í sýnatökurSkjálftar við Grindavík fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og á AkranesiFramkvæmdasjóður veitir styrki til uppbyggingar á innviðum Reykjanes GeoparkÞrír farþegar Air Berlin urðu eftir á Íslandi – Skulda umtalsverðar upphæðirUm 30 starfsmenn á leikskólum nýta námssamningBætist í hóp smitaðra í AkurskólaUmhverfisstofnun: Mælingar á mengunarefnum aldrei farið yfir skilgreind viðmiðunarmörk