sudurnes.net
4005 í Suðurnesjabæ - Local Sudurnes
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.005 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Í ljós hefur komið að hinn fimm ára gamli Filip Mrozinski telst vera fjögur þúsundasti íbúi Suðurnesjabæjar. Þar sem Filip var í leikskólanum komu foreldrar hans þau Monika og Andrzej og hittu Magnús Stefánsson bæjarstjóra sem færði þeim blómvönd af þessu tilefni og bauð fjölskylduna velkomna til búsetu í Suðurnesjabæ. Meira frá SuðurnesjumLítil mengun á Flugvöllum – Svæðið klárt til byggingarframkvæmdaRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirElvar Már á topp 5 lista yfir bestu leikmenn í FloridaStaðsetja dælubíl í Vogum – Óska eftir fólki í varalið BS í sveitarfélaginuHjá Höllu fyrsta Geopark fyrirtækið í flugstöðinniSýning á Þingvallamyndum í DUUS – Framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018Saga Reynis Sterka frumsýnd í nóvember – Myndband!Mikið fjör á 10 ára afmæli AkurskólaVilja flytja starfsemi Ísaga í Voga – 28 manns starfa hjá fyrirtækinuTelur að byggingafulltrúi hafi farið út fyrir valdheimildir – Verkferlar endurskoðaðir og fundir tíðari