sudurnes.net
35% aukning á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar - Local Sudurnes
Met aðsókn var á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til loka september, bæði hvað varðar gesti og gistinætur. Aukningin á gistinóttum á milli ára er um 35% og aukning gesta um 34%. Alls komu 9120 gestir á tjaldsvæðið í sumar frá maí til september en gistinætur voru 10.449. Aukning bara í september var um helming. Hagstætt veðurfar og mikil aukning útlendra gesta hér á landi hafði auðvitað mikið að segja, þá var tjaldsvæðið opnað viku fyrr og opið út september. Jafnframt fer ekki á milli mála að tjaldsvæðið í Grindavík þykir glæsilegt og þjónustan góð og verð sanngjarnt. Tjaldsvæðið er jafnframt aðili að Útilegukortinu. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Aukningin undanfarin ár hefur verið í kringum 20% á ári en sumarið núna var einstaklega gott. Gistinætur 2015: 10.449 Gistinætur 2014: 7.720 Gestir 2015: 9.120 Gestir 2014: 6.811 Meira frá SuðurnesjumGáfu Reykjanesbæ 2000 andlitsgrímurGistinóttum á hótelum fjölgar á milli ára á SuðurnesjumTæplega þúsund áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í desemberVilja auka og styrkja tengsl Reykjanesbæjar og vinahéraðsins XianyangReykjaneshöfn hefur afhent samninga vegna ThorsilÞrír af hverjum tíu farþegum sem fara um FLE koma ekki inn í landiðVilja setja upp myndavélakerfi á Grindavíkurvegi – Gæti fækkað slysum stórlegaBitcoin-risi á Reykjanesi veltir [...]