sudurnes.net
Ný sjúkrabifreið til Suðurnesja - Local Sudurnes
Brunavarnir Suðurnesja hafa fengið afhenta nýja sjúkrabifreið, en um þessar mundir er unnið að því að endurnýja sjúkrabílaflota landsins og er BS á meðal þeirra fyrstu sem fá nýja bifreið afhenta. Litir hennar eru ansi frábrugðnir því sem fólk þekkir almennt, segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum, sem óskar félögum sínum hinum megin við götuna til hamingju með nýju bifreiðina. Lögregla lætur smá fróðleik um nýju sjúkrabílana fylgja í færslunni, en þeir eru líkt og nýju lögreglubílarnir með því sem kallast Battenburg merkingar. Merkingarnar gera þá sýnilegri og auðþekkjanlegri en ella.Viðbragðsaðilar hafa sýna auðkennisliti í Battenburg kerfinu. Lögregla hefur bláan á gulu slökkvilið hefur rauðan á gulu og sjúkrabílar hafa grænan á gulu svo eitthvað sé nefnt. Meira frá SuðurnesjumKeilir býður upp á nám í iðntæknifræði til BS gráðuStarfsfólk HSS og BS fara á kostum í dansi og skora á aðra – Sjáðu myndböndin!Hanna María nýr mannauðs- og gæðastjóri ReykjanesbæjarMjög góð þátttaka í Heilsu- og forvarnarvikuStarfsfólk frá Isavia til starfa á LandspítalaHnútur í samskiptum Grindavíkurbæjar og BrunavarnaViðbúnaður vegna reyks um borð í flugvélNotuðu geitur við “slátt”Bjóða út byggingu nýrrar slökkvistöðvarGrímuskylda afnumin