Nýjast á Local Suðurnes

22 sóttu um bæjarstjórastöðu í Grindavík

Staða bæjarstjóra Grindavíkurbæjar var auglýst laus til umsóknar á dögunum, eftir að starfslokasamningur við Róbert Ragnarsson fráfarandi bæjarstjóra var samþykktur í bæjarstjórn Grindavíkur. Starfslokasamningur sveitarfélagsins, sem er eitt það best stæða á landinu, við bæjarstjórann hljóðaði upp á um 13 milljónir króna, þar af er launakostnaður um 12 milljónir króna.

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur sem haldinn var í gær var greint frá því að 22 aðilar hafi sótt um starfið og að ráðningin verði unnin áfram af bæjarráði. Ekki var tekið fram hverjir það eru sem sóttu um starfið.