Nýjast á Local Suðurnes

17 ára ökumaður ók hraðast allra – Sviptur og fær 130.000 króna sekt

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 148 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund má búast við 130 þúsunda króna sektargreiðslu, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þremur refsipunktum í ökuferilsskrá. Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára og var forráðamönnum hans gert viðvart. Fleiri voru kærðir fyrir hraðakstur en enginn ók þó eins hratt og umræddur ökumaður.

Þá voru tveir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra ók sviptur ökuréttindum og hinn, karlmaður á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast slík réttindi.