sudurnes.net
16 ára ökumaður undir áhrifum fíkniefna sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði sex ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Í bifreið eins ökumannsins fannst meint kannabisefni í hanskahólfi. Undir mottu í aftursæti annarrar bifreiðar fundu lögreglumenn þrjár pakkningar með ætluðum fíkniefnum. Þriðji ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur jók hraðann og reyndi að komast undan. Eftir alllangan akstur ók hann inn í port og komst þá ekki lengra. Auk þess sem ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur reyndist hann ekki vera orðinn 17 ára og var því án ökuréttinda. Með honum í bílnum voru fjögur ungmenni og var eitt þeirra með meint fíkniefni í vasa. Lögregla gerði barnaverndarnefnd viðvart um málið. Meira frá SuðurnesjumSetja upp loftgæðamæla við KeflavíkurflugvöllMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnKeflvíkingar töpuðu gegn FH17 ára ökumaður á mældist á 159 km. hraðaÚtboð á endurskoðun sparar Reykjanesbæ um 20 milljónir krónaFerskur FöstudagsÁrni tekur ofan fyrir Oddnýju16 ára tekinn réttindalaus við akstur undir áhrifum fíkniefnaHaldlögðu talsvert magn af kannabisefnum og reiðuféEinbýlishús illa farið eftir eldsvoðaSkotfélagsfólk með Íslandsmet – Theodór sigraði á Landsmóti