sudurnes.net
15% vöxtur í innlendri vefverslun á ári - Það skiptir máli að vera sýnilegur - Local Sudurnes
Fram kemur í skýrslu sem gerð var á síðasta ári um stöðu og framtíðarhorfur í íslenskri netverslun, að velta verslana á veraldarvefnum hér á landi hafi verið um 3,5 milljarðar króna árið 2013, það nemur um 1% af heildarsmásöluveltu á Íslandi það árið. Í skýrslunni kemur einnig fram að árlegur vöxtur í íslenskri netverslun hafi verið um 15%. Í nútíma viðskiptaumhverfi getur því skipt sköpum að vera sýnilegur á veraldarvefnum. Nordic Media ehf. sérhæfir síg í lausnum sem snúa að veraldarvefnum og leggur ríka áherslu á að framleiða vefi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á samkeppnishæfu verði. Vefsíðurnar eru unnar í vefumsjónarkerfinu WordPress, sem er auk þess að vera vinsælasta vefumsjónarkerfi heims eitt það öflugasta, kerfið er einfalt og einstaklega notendavænt. Samkeppni um viðskiptavini er hörð, hvort sem er í raunheimum eða á internetinu og þó markaðssetning sé þolimæðisvinna, sem tekur tíma, er mikilvægt að vefsíður fyrirtækja séu rétt unnar frá upphafi. Markmið Nordic Media er að vefsíður unnar af fyrirtækinu séu ekki einungis vel útlítandi í tölvum og snjalltækjum, heldur einnig að þær séu sýnilegar í niðurstöðum leitarvéla og er lögð mikil áhersla á leitarvélabestun við uppsetningu á vefsíðum sem unnar eru af fyrirtækinu. Fyrirtækið er ungt að árum og rétt að taka sín fyrstu skref í [...]